Innlent

Blóðlítill Blóðbanki

Íslenskir blóðgjafar eru á ferð og flugi yfir sumartímann eins og aðrir
Íslenskir blóðgjafar eru á ferð og flugi yfir sumartímann eins og aðrir Mynd Teitur
Yfirlæknir Blóðbankans segir öryggisbirgðir bankans í lægra lagi og hvetur virka gjafa til þess að gefa blóð. Hann segir bíl blóðbankans einungis starfa að meðaltali tvo daga í viku vegna fjárskorts.

Á Íslandi eru um tíu þúsund virkir blóðgjafar og hafa margir þeirra fengið sms-skilaboð og tölvupóst að undanförnu þar sem þeir eru hvattir til þess að gefa blóð.

Öryggisbirgðir bankans eru skilgreindar þannig að í honum eru á milli fimm og sex hundruð einingar með rauðkornum en Sveinn segist helst vilja hafa þær nær 700. Til þess að svo geti verið þarf um 70 blóðgjafa á dag.

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir íslenska blóðgjafa ávallt bregðast vel við en þeir séu á ferð og flugi yfir sumartímann eins og aðrir.

Hægt er að gefa blóð í Blóðbankanum við Snorrabraut en einnig er útstöð á Akureyri. Bíll blóðbankans er einnig starfræktur en hann er þó í fríi fram í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×