Innlent

Peningum stolið úr íþróttatösku

Goslokahelgin er næstu helgi
Goslokahelgin er næstu helgi Mynd Óskar P
Brotist var inn í bifreið sem stóð við Vilberg-kökuhús í Vestmannaeyjum aðfararnótt laugardagsins og stolið um 17 þúsund krónum úr íþróttatösku sem var í bifreiðinni. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um þá eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.

Þar sem Goslokahelgin er um næstu helgi vill lögreglan í Vestmannaeyjum minna foreldra á að fara eftir útivistareglum en þær eru í gildi alla daga ársins.

Frá 1. maí mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×