Innlent

Lítið að hafa á gulldeplunni

Gulldepla Sex skip eru við veiðar í Grindavíkurdjúpi en lítið er að hafa.
fréttablaðið/óskar
Gulldepla Sex skip eru við veiðar í Grindavíkurdjúpi en lítið er að hafa. fréttablaðið/óskar
Lítið er að hafa af gulldeplu á miðunum í Grinda­víkur­djúpi. Sex skip stunda veiðarnar um þessar mundir.

Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á HB Granda skipinu Ingunni AK, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins að aflinn hafi verið frá um 100 tonnum og upp í um 200 tonn eftir daginn. Gulldeplan er aðeins veiðanleg yfir birtutímann sem takmarkar sóknina.

Auk Ingunnar eru Vestmannaeyjaskipin Huginn VE, Sighvatur Bjarnason VE og Kap VE að gulldepluveiðum en þar eru einnig Hoffell SU og Bjarni Ólafsson AK. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×