Innlent

Af hverju páskaegg?

Talið er að tenginguna milli eggja og páska megi rekja til þess að hænsnfuglar, sem margir hverjir gera hlé á varpi yfir háveturinn, byrja aftur að verpa um páskaleytið.
Talið er að tenginguna milli eggja og páska megi rekja til þess að hænsnfuglar, sem margir hverjir gera hlé á varpi yfir háveturinn, byrja aftur að verpa um páskaleytið.
„Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykjavík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamótunum 1900."

Þetta kemur fram á Vísindavefnum sem hluti af svari við spurningunni: „Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?"

„Ekki er alveg ljóst hvenær farið var að setja málshætti inn í páskaeggin hér á landi en það hefur þó tíðkast lengi. Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar og Freyja um svipað leyti. Forsvarsmenn Nóa-Síríusar telja að framleiðsla páskaeggja úr súkkulaði hafi hafist að nokkru marki á fimmta áratugnum og sennilega hafi þá fljótlega verið farið að setja málshætti inn í eggin ásamt ýmsu sælgæti.

Að setja málshætti inn í páskaegg með þessum hætti virðist vera séríslenskt fyrirbæri þótt rekja megi þann sið að setja spakmæli á eða inn í páskaegg aftur til 17. aldar. Íslenskir súkkulaðigerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóðin sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag," segir ennfremur á Vísindavefnum.

Talið er að tenginguna milli eggja og páska megi rekja til þess að hænsnfuglar, sem margir hverjir gera hlé á varpi yfir háveturinn, byrja aftur að verpa um páskaleytið.

Egg voru meðal þess sem ekki mátti borða á lönguföstu, sjö vikna föstunni frá öskudegi og fram að páskum. Margir voru því sérlega fegnir að fá egg á páskunum.

Svarið á Vísindavefnum má lesa í heild sinni með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×