Innlent

Einn gisti fangageymslur á Ísafirði

Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint
Aðfararnótt föstudagsins langa var að mestu róleg um allt land. Á Ísafirði gisti einn fangageymslur vegna ölvunarláta en að sögn lögreglunnar var lítið um læti þrátt fyrir mikinn mannfjölda í bænum vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég Suður. Talið er að íbúafjöldi í bænum muni tvöfaldast um helgina en tónleikarnir hefjast í kvöld.

Á Akureyri, Egilsstöðum, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og Selfossi var nóttin mjög róleg og tíðindalaus. Lögreglan um allt land var sammála um að fólk hafi ef til vill tekið því rólega í gærkvöldi þar sem nóg sé framundan í skemmtanahaldi um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×