Innlent

Drengurinn slapp betur en pabbinn: Enn á spítalanum

Feðgar sem fengu reykeitrun eftir eldsvoða í Kópavogi í nótt eru enn á slysadeild Landspítalans og verða þar í eftirliti fram eftir degi. Líðan þeirra er ágæt eftir atvikum. Drengurinn, sem er á leikskólaaldri, virðist hafa sloppið betur en faðir hans.

Fréttastofa greindi frá atvikinu í morgun en eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt. Þeir voru báðir sofandi en náðu að koma sér sjálfir út áður en slökkvilið kom á vettvang.

Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél eða þurrkara á baðherberginu.




Tengdar fréttir

Feðgar fluttir sótugir á slysadeild - eldur kviknaði á baðherbergi

Feðgar voru fluttir á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúð við Furugrund í Kópavogi í nótt. Eldurinn kom upp í baðherbergi íbúðarinnar. Ekki er hægt að fullyrða um eldsupptök en grunur leikur á kviknað hafi í þvottavél eða þurrkara. Drengurinn er á leikskólaaldri og voru þeir báðir sofandi þegar eldurinn kom upp. Þeir komu sér sjálfir út. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru þeir báðir ansi sótugir og illa farnir af reyk þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn hafði að mestu koðnað niður þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Miklar reykskemmdir urðu á íbúðinni og er hún ekki íbúðarhæf, næstu daga hið minnsta. Lítill reykur kom fram á stigagang fjölbýlishússins. Íbúar annarra íbúða komu sér sjálfir út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×