Innlent

Guðmundur vill að framsókn gangi til liðs við ríkisstjórnina

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson tekur undir orð Sivjar Friðleifsdóttur og vill að framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Hann segir tímabært að gerður verði nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórnin auki styrk sinn á Alþingi.

Guðmundur vill að Framsóknarflokkurinn taki ákvörðun um að opna á stjórnarmyndunarviðræður með það að markmiði að koma á pólitískum stöðugleika út kjörtímabilið.

Í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á ríkisstjórnina í gærkvöld kom í ljós að ríkisstjórnin hefur nú minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Guðmundur kveðst því vilja láta reyna á það hvort stjórnarflokkarnir vilji taka framsóknarflokkinn með inn í samstarfið.

„Það sem ég myndi vilja sjá núna eru viðræður milli flokkana hvort það sé sameignlegur grundvöllur fyrir ríkisstjórnarsamstarfi,"

Guðmundur segist ekki vita hvort óformlega viðræður séu hafnar við ríkisstjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×