Innlent

Nagladekk bönnuð eftir morgundaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er bannað að vera á nagladekkjum eftir morgundaginn. Mynd/ Róbert.
Það er bannað að vera á nagladekkjum eftir morgundaginn. Mynd/ Róbert.
Nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir morgundaginn. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar segir að engin ástæða sé til að vera á nöglum í borginni enda hafi slíkum hjólbörðum stórlega fækkað á liðnum árum. Um 34% bifreiða reyndust á nöglum í marsmánuði.  Nagladekk spæna upp malbik margfalt hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryki í Reykjavík. Lögreglan hefur heimild til að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja eftir 15. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×