Innlent

Íslandsbanki styrkir Special Olympics

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur útibússtjóri Íslandsbanka við Gullinbrú og Sveinn Áki frá Íþróttasambandi fatlaðra handsala samninginn. Helgi Magnússon og Jóhann Fannar Kristjánsson keppendur í fimleikum fylgdust með.
Ólafur útibússtjóri Íslandsbanka við Gullinbrú og Sveinn Áki frá Íþróttasambandi fatlaðra handsala samninginn. Helgi Magnússon og Jóhann Fannar Kristjánsson keppendur í fimleikum fylgdust með.
Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra hafa undirritað samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði einn af aðal styrktaraðilum samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Íþróttasambands fatlaðra.  Íslandsbanki og forverar hans hafa stutt ÍF og Special Olympics allt frá árinu 2000. 

Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968.  Íþróttasamband Fatlaðra gerðist aðili að Special Olympics samtökunum árið 1989 og hefur síðan þá verið umsjónaraðili samtakanna á Íslandi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Íslandsbanka sendir Íþróttasamband fatlaðra 38 þátttakendur á alþjóðasumarleika Special Olympics sem haldnir verða í Aþenu í Grikklandi í 25. júní - 4. júlí 2011.  Íslendingar keppa í 8 íþróttagreinum; boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum,  golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×