Innlent

Eiginmaður og sonur Ingibjargar komnir á Norðurpólinn

Pólfararnir brustu í grát og hlógu í senn þegar þeir komu á pólinn.
Pólfararnir brustu í grát og hlógu í senn þegar þeir komu á pólinn. Mynd /polarexplorers-arcticfox.blogspot.com
„Húrra. Hjörleifur og Hrafnkell eru komnir á Norðurpólinn! Hringdu úr gervihnattarsíma áðan þar sem þeir voru staddir á pólnum. Allt hefur gengið að óskum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína en eiginmaður hennar og sonur eru komnir á Norðupólinn.

Feðgarnir eru í átta manna hópi á Norðurpólinn. Þetta eru, eins og áður sagði, feðgarnir Hjörleifur Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Hjörleifsson. Með þeim í för er einn Íslendingur til viðbótar, sem er Ragnar Baldursson.

Á heimasíðu pólfaranna segja þeir að tilfinningin að ná þessum áfanga hefði verið ótrúleg. Mikill fögnuður braust út hjá pólförunum sem grétu og hlógu allt í senn.

Hópurinn sló svo upp búðum og fóru með ljóð í tilefni af áfanganum, en einn pólfaranna er ljóðskjáldið Huang Nubo.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi pólfaranna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×