Innlent

Traust til fjölmiðla: Vísir sækir á

Í nýrri könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla sést að traust til Vísis hefur farið stöðugt vaxandi allt frá efnahagshruninu 2008 þegar nær allir fjölmiðlar glötuðu trausti almennings. Nú segjast 32,7 prósent aðspurðra bera mikið traust til Vísis. Í nýrri könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla sést að traust til Vísis hefur farið stöðugt vaxandi allt frá efnahagshruninu 2008 þegar nær allir fjölmiðlar glötuðu trausti almennings. Nú segjast 32,7 prósent aðspurðra bera mikið traust til Vísis. Vísir og Fréttablaðið eru einu miðlarnir sem vinna á í trausti.

Hvað Vísi varðar er um að ræða aukningu frá síðustu könnun MMR upp á rúm þrjú prósent. Mest traust er borið til fréttastofu RÚV en alls sögðust 71,5 prósent bera mikið traust til fréttastofunnar. Mbl.is kemur þar á eftir með 49,8 prósent. Vísir nýtur lítils trausts á meðal 19.6 prósenta aðspurðra en 21,7 prósent segjast vantreysta mbl.is.

Fæstir segjast treysta Eyjunni, eða 7,8 prósent og 23,6 prósent vantreysta miðlinum. DV nýtur einna mests vantrausts í könnuninni en um 55 prósent segjast bera lítið eða mjög lítið traust til blaðsins og vefmiðilsins. Um 9,5 prósent aðspurðra bera hinsvegar mikið traust til DV.

Fréttatíminn er mældur í fyrsta sinn og segjast 18,1 prósent bera mikið traust til blaðsins. 14,9 prósent vantreysta því hinsvegar. Fréttastofa Stöðvar 2 mælist með 41,7 prósenta traust en 18,3 prósent segjast bera lítið traust til fréttastofunnar.

Fréttablaðið nýtur trausts á meðal 37,3 prósenta aðspurðra en 18,9 prósent segjast vantreysta blaðinu. Traust í garð blaðsins eykst um 3 prósent. Morgunblaðið nýtur mests trausts dagblaða og mælist það með 42,9 prósent. Vantraustið er þó einnig töluvert meira en hjá Fréttablaðinu og mælist 27,9 prósent. Í síðustu MMR könnun sögðust 46,4 prósent bera mikið traust til Morgunblaðsins og minnkar traustið til blaðsins því um rúm þrjú prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×