Innlent

Endalok búskapar í Efri-Engidal

Bústofninn á bak og burt Steingrímur Jónsson í tómu fjósi eftir að búpeningurinn var fluttur til förgunar í gær. 
Mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Bústofninn á bak og burt Steingrímur Jónsson í tómu fjósi eftir að búpeningurinn var fluttur til förgunar í gær. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Bústofn bænda í Engidal í Skutulsfirði var fluttur á brott til förgunar í gær, en um var að ræða tæplega 300 skepnur sem hafa komist í snertingu við díoxínmengun vegna sorpbrennslunnar Funa.

Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, horfði á eftir öllum sínum bústofni, 80 kindum og 19 nautgripum. 200 kindum var fargað frá öðrum bændum í dalnum. Steingrímur segir í samtali við Fréttablaðið að búskapi sé nú lokið á bænum og óvíst með framhaldið hjá sér.

„Það er óráðið. Nú geng ég bara frá og hugsa minn gang.“

Ísafjarðarbær mun bera allan kostnað af fellingu og förgun dýranna, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum. Þar segir einnig að dalurinn verði hvíldur „þar til að fyrir liggur að hann sé laus við mengun“. Ákvörðun um frekari aðgerðir mun bíða til sumars þegar mengunarsýni úr jarðvegi munu liggja fyrir.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×