Lífið

Skrifar um ástarsamband sitt og Jóhönnu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Jónína Leósdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir.
Jónína Leósdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir.
Jónína Leósdóttir rithöfundur gefur í næsta mánuði út bók um samband sitt og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Bókin ber titilinn Við Jóhanna.

Samband Jónínu og Jóhönnu hefur vakið mikla athygli um heim allan enda Jóhanna fyrsti forsætisráð­herrann sem er opinberlega samkynhneigður. Þær hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um sambandið fyrr en nú.

„Við höfum alla tíð lagt kapp á að halda einkalífinu út af fyrir okkur en nú finnst okkur kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu sögu sem spannar tæpa þrjá áratugi,“ segir Jónína í tilkynningu frá Máli og menningu sem gefur bókina út.

Að sögn útgefanda er um átaka- og ástarsögu að ræða sem varpar nýju ljósi á samband þeirra. Jóhanna ritar sjálf eftir­mála bókarinnar.            






Fleiri fréttir

Sjá meira


×