Líður vel á Íslandi Ása Ottesen skrifar 24. september 2013 10:00 Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona er nýlega flutt til Íslands eftir átta ára dvöl í London. Hún leikur rannsóknarlögreglukonu í sjónpvarpsþáttaröðinni Hraunið. Mynd/Börkur Sigþórsson „Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég leik rannsóknarlögreglukonu utan af landi sem er nýbyrjuð í starfinu. Hún er mjög áhugasöm og metnaðarfull, en á sama tíma frekar fljót á sér,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Hrauninu. Þáttaröðin er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttanna Hamarinn sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu árið 2009. Hraunið er í leikstjórn Reynis Lyngdal og standa tökur nú yfir á Snæfellsnesi. Með önnur hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Atli Rafn Sigurðarson, María Ellingsen og Svandís Dóra Einarsdóttir. Heiða Rún útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Drama Center í London fyrir þremur árum og er hlutverkið í Hrauninu hennar fyrsta íslenska hlutverk. Áður hafði hún farið með hlutverk í kvikmyndinni One Day, sem skartaði Anne Hathaway í aðalhlutverki, og í sakamálaþáttunum Jo, þar sem hún lék dóttur leikarans Jean Reno. Aðspurð viðurkennir hún að það sé skrítið að búa aftur á Íslandi eftir átta ára búsetu erlendis. „Ég viðurkenni að það kom kvíði í mig þegar ég tók ákvörðunina um að flytja heim til Íslands. En það var eiginlega bara fyrsta vikan sem var skrítin, eftir það leið mér rosalega vel.“ Heiða Rún ætlar að dvelja hér á landi um nokkra hríð og er bjartsýn á framhaldið. „Miðað við hvað við erum fámenn þá finnst mér margt spennandi í boði. Ég veit að ég mun fara aftur til London, en það er draumur minn að geta hoppað á milli og starfað á báðum stöðum,“ segir Heiða Rún að lokum.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira