Lífið

Æskudraumurinn rætist á sunnudaginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur sem fer fram í ráðstefnuhöllinni ExCel London í London næsta sunnudagskvöld, 14. desember.

Í keppninni etur Tanja kappi við 121 fegurðardís alls staðar að úr heiminum og hlakkar hún mikið til keppninnar eins og hún sagði frá fyrir stuttu á Facebook.

„Ég er að njóta mín alla daga hér í London, eftir aðeins eina viku verð ég á stóra sviðinu sem hefur verið draumurinn minn frá því ég var lítil. Það sem ég lærði mest fyrir undirbúning minn að þessari keppni er að hvað allir voru tilbúnir að hjálpa og vera þakklát,“ skrifar Tanja og bætir við að hún sé að læra mikið á þessari lífsreynslu.

„Ég er að læra alltaf eitthvað nýtt hérna alla daga og alltaf að sjá ný andlit frá öllum heiminum. Það sem mér finnst sem mest áhugavert er að læra um mismunandi menningarheima og hvernig stelpurnar lifa og hvað þær gera með vinum og fjölskyldu. Þessi lærdómur og reynsla færðu ekki neinstaðar annarstaðar. Allar stelpurnar reyna hafa góð áhrif á aðra meðan við erum hérna.“

Tanja birtir einnig myndband á síðunni sem hún heldur úti á Facebook fyrir erlenda aðdáendur þar sem sést í hótelherbergið hennar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×