Sport

Ísland endaði í 11.-12. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kvennalandsliðið í tennis.
Kvennalandsliðið í tennis. Mynd/Tennissamband Íslands
Kvennalandsliðið í tennis endaði í 11.-12. sæti á Fed Cup-mótinu í tennis eftir tap gegn Kýpur í gær.

Ísland tapaði báðum leikjum sínum í riðlakeppninni og laut einnig í lægra hald fyrir Kýpverjum í gær, 3-0.

Anna Soffia Grönholm og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir töpuðu báðar einliðaleikjum sínum en báðum lauk eins, 6-2 og 6-0.

Anna Soffia og Hera Björk Brynjarsdóttir töpuðu svo sinni viðureign í tvíliðaleik, 6-1 og 6-0.

Írland og Eistland náðu tveimur efstu sætunum á mótinu og fara því upp um deild.


Tengdar fréttir

Tap í fyrsta leik á Fed Cup

Ísland tapaði sínum fyrsta leik á Fed Cup mótinu í tennis í Eistlandi í gær. Kvennaliðið tapaði fyrir Írum 3-0.

Stelpurnar okkar mæta Írlandi og Möltu

Fed Cup mótið í tennis hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur.

Kvennalandsliðið sent í fyrsta skipti í fjögur ár

Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils. Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×