Íslenski boltinn

Aron Elís: Aldrei dýfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson. Mynd/Víkingur
Aron Elís Þrándarson skoraði sigurmark Víkinga í Eyjum í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Aron Elís var ekki eins sáttur með gula spjaldið sem hann fékk undir lok leiksins.

Aron Elís tryggði Víkingum 2-1 sigur á ÍBV með marki á 80. mínútu en fékk síðan gult spjald fyrir leikaraskap í uppbótartíma.  "Aron Elís fær spjald fyrir dýfu við teig Eyjamanna," skrifaði Guðmundur Tómas Sigfússon í boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Aron Elís var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk frá Þorvaldi Árnasyni og tjáði sig um það á twitter-síðu sinni. "Aldrei dýfa," skrifaði strákurinn á twitter-síðu sína eftir leikinn.

Nú er bara að bíða eftir Pepsi-mörkunum klukkan 22.00 þar sem Hörður Magnússon og félagar eiga örugglega eftir að fara nánar yfir þessa meintu dýfu Arons á Hásteinsvellinum í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×