Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 06:31 Rachael Gunn hefur átt mjög erfitt síðustu daga og biður um frið fyrir sig og hennar fólk. Getty/Rene Nijhuis Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. Gunn, betur þekkt sem Raygun, er ein af stærstu nöfnunum frá Ólympíuleikum í París þrátt fyrir að hafa náð engum árangri í sinni íþrótt. Öll athyglin er langt frá því að vera bara jákvæð því hún og fjölskyldan hafa þurft að upplifa ýmislegt á síðustu vikum. Óvenjulegur breikdans Ástralans sló í gegn á netinu þar sem sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu. Undirskriftalisti Það sem verra er að hún hefur orðið fyrir miklu áreiti og einhverjir Ástralar settu síðan af stað undirskriftalista þar sem krafist er að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjist afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Raygun says Olympic criticism has been 'devastating' https://t.co/6DWDeEH53y— BBC News (UK) (@BBCNews) August 15, 2024 „Við heimtum afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Önnu Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. Raygun ákvað á endanum að biðla til fjölmiðla um að hætta áreitinu og ýta með því undir eineltið á netinu. Hún tók upp myndband og setti það inn á samfélagsmiðla sína. Áttaði sig á ekki því „Ég vil byrja á því að þakka þeim öllum fyrir sem hafa stutt við bakið á mér. Ég kann að meta ykkar jákvæðu strauma og er ánægð með að hafa getað komið með smá gleði inn í líf ykkar. Ég gerði mér vonir um að það,“ sagði Raygun. „Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég myndi einnig opna dyrnar fyrir svo miklu hatri. Hatrið hefur hreinlega verið hrikalegt. Ég fór á leikana og skemmti mér. Ég tók þetta samt mjög alvarlega og lagði mikið á mig við undirbúninginn fyrir leikana. Ég gaf allt mitt og er stolt af því að hafa verið hluti af ástralska Ólympíuliðinu,“ sagði Raygun. Hún segir falsfréttir um að hún hafi svindlað sér inn á Ólympíuleikana eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og bendir á yfirlýsingu frá ástralska Ólympíusambandinu. Ein fyndin staðreynd fyrir ykkur Hún vildi líka koma einu á hreint. „Hér er ein fyndin staðreynd fyrir ykkur. Það eru engin stig gefin í breikdansi,“ sagði Raygun og sagði áhugasömum að þeir gætu séð samanburðinn á henni og andstæðingum hennar á úrslitasíðu Ólympíuleikanna. Mikið var gert úr því að hún hefði ekki fengið eitt stig á leikunum en það er ekki rétt því engin stig eru gefin. Hún vann aftur á móti enga viðureign. Raygun er í fríi í Evrópu í nokkrar vikur og ætlar að vera þar á meðan hún jafnar sig á Ólympíuævintýrinu. Biður um frið fyrir sitt fólk „Ég biðla nú til blaðamanna að hætta að áreita fjölskyldu mína, vini mína, ástralska breiksambandið og allt götudanssamfélagið í heild sinni. Allir hafa gengið í gegnum mikið vesen vegna alls þessa. Ég bið um að þau fái frið og að þið virðið þeirra einkalíf,“ sagði Raygun. Meðal þeirra sem hefur komið fram og fordæmt fyrrnefndan undirskrifarlista er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann kallaði hann tilefnislausan og illkvittnislegan. Það má sjá myndbandið með Raygun hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Rachael Gunn (@raygun_aus) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Ástralía Tengdar fréttir Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31 Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32 Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02 Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Gunn, betur þekkt sem Raygun, er ein af stærstu nöfnunum frá Ólympíuleikum í París þrátt fyrir að hafa náð engum árangri í sinni íþrótt. Öll athyglin er langt frá því að vera bara jákvæð því hún og fjölskyldan hafa þurft að upplifa ýmislegt á síðustu vikum. Óvenjulegur breikdans Ástralans sló í gegn á netinu þar sem sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu. Undirskriftalisti Það sem verra er að hún hefur orðið fyrir miklu áreiti og einhverjir Ástralar settu síðan af stað undirskriftalista þar sem krafist er að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjist afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Raygun says Olympic criticism has been 'devastating' https://t.co/6DWDeEH53y— BBC News (UK) (@BBCNews) August 15, 2024 „Við heimtum afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Önnu Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. Raygun ákvað á endanum að biðla til fjölmiðla um að hætta áreitinu og ýta með því undir eineltið á netinu. Hún tók upp myndband og setti það inn á samfélagsmiðla sína. Áttaði sig á ekki því „Ég vil byrja á því að þakka þeim öllum fyrir sem hafa stutt við bakið á mér. Ég kann að meta ykkar jákvæðu strauma og er ánægð með að hafa getað komið með smá gleði inn í líf ykkar. Ég gerði mér vonir um að það,“ sagði Raygun. „Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég myndi einnig opna dyrnar fyrir svo miklu hatri. Hatrið hefur hreinlega verið hrikalegt. Ég fór á leikana og skemmti mér. Ég tók þetta samt mjög alvarlega og lagði mikið á mig við undirbúninginn fyrir leikana. Ég gaf allt mitt og er stolt af því að hafa verið hluti af ástralska Ólympíuliðinu,“ sagði Raygun. Hún segir falsfréttir um að hún hafi svindlað sér inn á Ólympíuleikana eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og bendir á yfirlýsingu frá ástralska Ólympíusambandinu. Ein fyndin staðreynd fyrir ykkur Hún vildi líka koma einu á hreint. „Hér er ein fyndin staðreynd fyrir ykkur. Það eru engin stig gefin í breikdansi,“ sagði Raygun og sagði áhugasömum að þeir gætu séð samanburðinn á henni og andstæðingum hennar á úrslitasíðu Ólympíuleikanna. Mikið var gert úr því að hún hefði ekki fengið eitt stig á leikunum en það er ekki rétt því engin stig eru gefin. Hún vann aftur á móti enga viðureign. Raygun er í fríi í Evrópu í nokkrar vikur og ætlar að vera þar á meðan hún jafnar sig á Ólympíuævintýrinu. Biður um frið fyrir sitt fólk „Ég biðla nú til blaðamanna að hætta að áreita fjölskyldu mína, vini mína, ástralska breiksambandið og allt götudanssamfélagið í heild sinni. Allir hafa gengið í gegnum mikið vesen vegna alls þessa. Ég bið um að þau fái frið og að þið virðið þeirra einkalíf,“ sagði Raygun. Meðal þeirra sem hefur komið fram og fordæmt fyrrnefndan undirskrifarlista er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann kallaði hann tilefnislausan og illkvittnislegan. Það má sjá myndbandið með Raygun hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Rachael Gunn (@raygun_aus)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Ástralía Tengdar fréttir Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31 Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32 Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02 Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31
Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32
Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02
Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42