„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 10:00 Nik Chamberlain vonast til að standa í stuttbuxum á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira