Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2024 14:31 FH-ingar komu til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn Keflvíkingum og unnu leikinn. vísir/diego Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum. FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56