Íslenski boltinn

Olgeir: Meiri fagmennska hjá Blikum þökk sé Ólafi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur kvaddi á Kópavogsvelli í gærkvöldi.
Ólafur kvaddi á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Vísir/Stefán
„Óli er náttúrulega búinn að gjörbylta þessum klúbb,“ sagði Olgeir Sigurgeirsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi.

Leikurinn var sá síðasti sem liðið spilar undir stjórn ÓlafsKristjánssonar en hann er að taka við danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland.

Enginn leikmaður í leikmannahópi Breiðabliks í dag hefur unnið lengur með Ólafi en Olgeir og hefur hann séð breytinguna á félaginu á þeim átta árum sem Ólafur hefur verðið í brúnni.

„Ekkert bara meistarflokknum, heldur líka yngri flokkum. Hér er allt orðið mjög faglegt, sem það var ekki áður en hann tók við,“ sagði Olgeir.

„Handbragð hans er á öllu. Breiðablik var „jójó“ lið sem fór upp og niður, en hann er búinn að gera liðið að meira en stöðugu úrvalsdeildarliði. Það er í dag eitt af toppliðum landsins. Breiðablik er líka komið með sinn eigin stíl, sem Óli hefur búið til að miklu leyti."

Olgeir mun sakna Ólafs nú þegar hann heldur á vit ævintýranna í Danmörku.

„Heldur betur. Það verður mikil eftirsjá af Óla. Ég er búinn að vinna með honum nánast daglega í átta ár og á þeim tíma bindast menn tilfinningaböndum og að sjálfsögðu komum við til með að sakna hans. Það verður sárt að horfa á eftir honum," sagði Olgeir Sigurgeirsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×