Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-0 | Nielsen gulls ígildi Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum skrifar 2. júní 2014 15:47 Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals. vísir/daníel Valsmenn unnu Fylki í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Mads Nielsen skoraði sigurmarkið eftir um 50. mínútna leik með skalla. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, en Valsmenn stilltu upp sókndjörfu liði. Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Ingi Halldórsson voru á könntunum, Indriði Áki spilaði fyrir aftan Kolbein sem var í fremstu víglínu. Bæði Ryan Madura og Andrew Sousa byrjuðu báðir hjá Fylkismönnum, en þeir hafa verið mikið í umræðunni í upphafi móts. Rætt og ritað hefur um hversu slakir þeir hafa verið og spurning hvort þeir myndu sanna sig í dag. Valsmenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir sem enduðu oft með ágætis færum, en þeir náðu ekki að setja boltann í netið og um það snýst leikurinn. Þeir voru þó einnig stálheppnir að lenda ekki undir, en frískasti maður Fylkis í dag, Ragnar Bragi Sveinsson, fékk tvö frábær færi en brást bogalistinn í þeim báðum. Ragnar Bragi var afar frískur í fyrri hálfleik, en það dró af honum sem og öðrum leikmönnum Fylkis í síðari hálfleik. Markalaust var í hálfleik eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik, en Fylkismenn lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum. Þeir þurftu svo að taka við stjórninni á leiknum þegar Mads Lennart Nielsen kom Valsmönnum yfir eftir um 50. mínútna leik eftir góða fyrirgjöf frá Kristini Inga. Þeir höfðu lítið fram á að færa og þegar Valsmenn leyfðu þeim að vera með boltann var ekkert að frétta hjá gestunum. Valsmenn fóru aðeins aftar á völlinn og leyfðu Fylki að vera með boltann. Þeir fengu ekki færi í síðari hálfleik Fylkismenn, en eitthver alvöru pressa frá gestunum kom fyrst þegar leiktíminn var við það að renna út. Valsmenn voru líklegri til að bæta við heldur en Fylkismenn að jafna, en það var lítið sem ekkert að frétta af sóknarleik Fylkis. Hann var fyrirsjáanlegur og virkaði lítið sem ekkert sem þeir reyndu fram á við. Lokatölur urðu svo 1-0 sigur eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik. Valsmenn áttu sigurinn skilið, en færanýtingin var betri þeim megin eins og úrslitin gefa til að kynna. Mads Lennart Nielsen átti afar góðan leik fyrir Val í hjarta varnarinnar og skoraði einnig sigurmarkið. Kristinn Freyr spilaði eining vel á miðjunni og Sigurður Egill átti fína spretti á vinstri vængnum. Leikur Fylkismanna var ekki burðugur fram á við og útlendingarnir Ryan Maduro og Andrew Sousa gáfu ekkert af sér. Ragnar Bragi var eins og fyrr segir fínn í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur var ekki uppá marga fiska. Með sigrinum fara Valsmenn upp í fjórða sætið, en Fylkismenn eru í því áttunda.Ásmundur: Hafa átt mismunandi daga ,,Við fengum fína möguleika í fyrri hálfeik til að skora og maður er svekktur að hafa ekki náð að setja inn að minnsta kosti eitt mark. Í síðari hálfleik komu þeir mjög grimmir út og náðu að setja mark á okkur snemma," ,,Síðan fara þeir bara aðeins aftar á völlinn og róa leikinn. Þeir ná dálítið að drepa hann í síðari hálfleik og því miður náðum við ekki að ógna þeim betur í síðari hálfleik." ,,Heilt yfir er ég ekki ósáttur með mína menn. Menn voru að leggja sig fram og leggja mikið í þetta og við áttum flott móment inn á milli - en ósáttur við niðurstöðuna." ,,Það var kraftleysi í okkur í síðari hálfleik. Okkur vantaði almennilegan vilja og greddu að langa til að koma til baka." Mikið hefur verið rætt um lélega byrjun Fylkis á tímabilinu, en með sigri hefði liðið komist upp fyrir Val: ,,Það er stutt á milli í boltanum. Klárlega hefðum við þegið stigin í dag, en þetta fór svona. Liðið var að verjast betur en í síðasta leik. Það var eitthvað jákvætt í dag, en við förum héðan með 0 stig." Ryan Maduro og Andrew Sousa áttu ekki góðan leik í dag og voru afar bitlausir. Aðspurður hvort þeir hafa valdið Ásmundi vonbrigðum svaraði hann: ,,Sousa er að stíga uppúr meiðslum og meiðist lítilega aftur. Sadmir hefur verið veikur og Ryan var orðinn þreyttur. Vonbrigði og ekki vonbrigði, það eru kannski eitthverjar skýringar á spilamennsku þeirra." Mikið hefur verið ritað og rætt um þessa útlendinga. Hvað finnst Ásmundi um þessa umræðu? ,,Hefur verið mikil gagnrýni? Einn daginn gagnrýna fjölmiðlar þá, en hinn daginn segja þeir að þeir séu bara fínir. Þeir hafa átt mismunandi daga, en þetta eru flottir strákar og við erum sáttir með þá. Þeir hafa ákveðin gæði umfram aðra." Fylkir fær Breiðablik í heimsókn í næsta leik, en Blikarnir hafa ekki byrjað mótið vel: ,,Það verður hörkuleikur. Nýjir þjálfarar hjá þeim og ferskir vindar. Væntanlega ætla þeir að taka sinn fyrsta sigur ef þeir vinna ekki í kvöld. Við tökum vel á móti þeim og vonandi verður það á Fylkisvelli, okkar fyrsti alvöru heimaleikur í sumar," sagði Ásmundur að lokum.Magnús: Gerðum þetta óþarflega erfitt ,,Ég er þokkalega ánægður með spilamennskuna, það er orðið langt síðan við spiluðum í deildinni. Eitthverjir tólf til fjórtán dagar. Við vorum að skapa okkur fullt af færum og við hefðum getað skorað meira en heilt yfir sáttur með þrjú stig," sagði Magnús við fjölmiðla í leikslok. ,,Við ætluðum okkur að vinna tvo heimaleiki í röð, eitthvað sem við gerðum lítið af í fyrra. Ég held hreinlega að þetta sé fyrsti 1-0 sigurinn sem við vinnum síðan ég kom hingað í Val." Magnús var ekki sáttur við hraðann í leik sinna manna: ,,Mér fannst við vera full hægir í okkar aðgerðum í fyrri hálfleik. Það var frábært að fá mark snemma og eftir það urðum við hættulegri þegar þeir þurftu að fara framar. Við gerðum okkur þetta óþarflega erfitt en heilt yfir er ég ekkert fúll með neitt." ,,Það reyndi smá á vörnina , því þeir voru að senda langa bolta fram. Við þurftum að skipta Bjarna Ólaf og Hauk Pál útaf því þeir eru að stíga uppúr meiðslum og James Hurst var orðinn þreyttur í lokin. Það komu frískir menn inná og ég er mjög sáttur með leikinn og þrjú stig." ,,Við erum með breiðan og fínan hóp og strákarnir sem komu inn stóðu fyrir sínu," þegar Magnús var spurður út í meiðslin sem eru að hrjá marga leikmenn Vals þessa daganna. Í fyrri hálfleik hefðu gestirnir hæglega getað komist yfir. Magnús var ekki sáttur við sofanda ganginn hjá sínum mönnum: ,,Við eigum þetta svolítið til og við gerðum þetta líka í Garðabænum. Við verðum að laga þetta og það er algjör óþarfi að gefa svona. Við vorum að gefa Fylkismönnum þessi færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað komist yfir." ,,Ég er nokkuð sáttur með þessi stig. Við höfum verið að spila vel í sumar og við gætum jafnvel verið með fleiri stig, en ég er sáttur, sagði Magnús að lokum sáttur við þau ellefu stig sem eru komin í hús hjá Val. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Valsmenn unnu Fylki í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Mads Nielsen skoraði sigurmarkið eftir um 50. mínútna leik með skalla. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, en Valsmenn stilltu upp sókndjörfu liði. Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Ingi Halldórsson voru á könntunum, Indriði Áki spilaði fyrir aftan Kolbein sem var í fremstu víglínu. Bæði Ryan Madura og Andrew Sousa byrjuðu báðir hjá Fylkismönnum, en þeir hafa verið mikið í umræðunni í upphafi móts. Rætt og ritað hefur um hversu slakir þeir hafa verið og spurning hvort þeir myndu sanna sig í dag. Valsmenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir sem enduðu oft með ágætis færum, en þeir náðu ekki að setja boltann í netið og um það snýst leikurinn. Þeir voru þó einnig stálheppnir að lenda ekki undir, en frískasti maður Fylkis í dag, Ragnar Bragi Sveinsson, fékk tvö frábær færi en brást bogalistinn í þeim báðum. Ragnar Bragi var afar frískur í fyrri hálfleik, en það dró af honum sem og öðrum leikmönnum Fylkis í síðari hálfleik. Markalaust var í hálfleik eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik, en Fylkismenn lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum. Þeir þurftu svo að taka við stjórninni á leiknum þegar Mads Lennart Nielsen kom Valsmönnum yfir eftir um 50. mínútna leik eftir góða fyrirgjöf frá Kristini Inga. Þeir höfðu lítið fram á að færa og þegar Valsmenn leyfðu þeim að vera með boltann var ekkert að frétta hjá gestunum. Valsmenn fóru aðeins aftar á völlinn og leyfðu Fylki að vera með boltann. Þeir fengu ekki færi í síðari hálfleik Fylkismenn, en eitthver alvöru pressa frá gestunum kom fyrst þegar leiktíminn var við það að renna út. Valsmenn voru líklegri til að bæta við heldur en Fylkismenn að jafna, en það var lítið sem ekkert að frétta af sóknarleik Fylkis. Hann var fyrirsjáanlegur og virkaði lítið sem ekkert sem þeir reyndu fram á við. Lokatölur urðu svo 1-0 sigur eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik. Valsmenn áttu sigurinn skilið, en færanýtingin var betri þeim megin eins og úrslitin gefa til að kynna. Mads Lennart Nielsen átti afar góðan leik fyrir Val í hjarta varnarinnar og skoraði einnig sigurmarkið. Kristinn Freyr spilaði eining vel á miðjunni og Sigurður Egill átti fína spretti á vinstri vængnum. Leikur Fylkismanna var ekki burðugur fram á við og útlendingarnir Ryan Maduro og Andrew Sousa gáfu ekkert af sér. Ragnar Bragi var eins og fyrr segir fínn í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur var ekki uppá marga fiska. Með sigrinum fara Valsmenn upp í fjórða sætið, en Fylkismenn eru í því áttunda.Ásmundur: Hafa átt mismunandi daga ,,Við fengum fína möguleika í fyrri hálfeik til að skora og maður er svekktur að hafa ekki náð að setja inn að minnsta kosti eitt mark. Í síðari hálfleik komu þeir mjög grimmir út og náðu að setja mark á okkur snemma," ,,Síðan fara þeir bara aðeins aftar á völlinn og róa leikinn. Þeir ná dálítið að drepa hann í síðari hálfleik og því miður náðum við ekki að ógna þeim betur í síðari hálfleik." ,,Heilt yfir er ég ekki ósáttur með mína menn. Menn voru að leggja sig fram og leggja mikið í þetta og við áttum flott móment inn á milli - en ósáttur við niðurstöðuna." ,,Það var kraftleysi í okkur í síðari hálfleik. Okkur vantaði almennilegan vilja og greddu að langa til að koma til baka." Mikið hefur verið rætt um lélega byrjun Fylkis á tímabilinu, en með sigri hefði liðið komist upp fyrir Val: ,,Það er stutt á milli í boltanum. Klárlega hefðum við þegið stigin í dag, en þetta fór svona. Liðið var að verjast betur en í síðasta leik. Það var eitthvað jákvætt í dag, en við förum héðan með 0 stig." Ryan Maduro og Andrew Sousa áttu ekki góðan leik í dag og voru afar bitlausir. Aðspurður hvort þeir hafa valdið Ásmundi vonbrigðum svaraði hann: ,,Sousa er að stíga uppúr meiðslum og meiðist lítilega aftur. Sadmir hefur verið veikur og Ryan var orðinn þreyttur. Vonbrigði og ekki vonbrigði, það eru kannski eitthverjar skýringar á spilamennsku þeirra." Mikið hefur verið ritað og rætt um þessa útlendinga. Hvað finnst Ásmundi um þessa umræðu? ,,Hefur verið mikil gagnrýni? Einn daginn gagnrýna fjölmiðlar þá, en hinn daginn segja þeir að þeir séu bara fínir. Þeir hafa átt mismunandi daga, en þetta eru flottir strákar og við erum sáttir með þá. Þeir hafa ákveðin gæði umfram aðra." Fylkir fær Breiðablik í heimsókn í næsta leik, en Blikarnir hafa ekki byrjað mótið vel: ,,Það verður hörkuleikur. Nýjir þjálfarar hjá þeim og ferskir vindar. Væntanlega ætla þeir að taka sinn fyrsta sigur ef þeir vinna ekki í kvöld. Við tökum vel á móti þeim og vonandi verður það á Fylkisvelli, okkar fyrsti alvöru heimaleikur í sumar," sagði Ásmundur að lokum.Magnús: Gerðum þetta óþarflega erfitt ,,Ég er þokkalega ánægður með spilamennskuna, það er orðið langt síðan við spiluðum í deildinni. Eitthverjir tólf til fjórtán dagar. Við vorum að skapa okkur fullt af færum og við hefðum getað skorað meira en heilt yfir sáttur með þrjú stig," sagði Magnús við fjölmiðla í leikslok. ,,Við ætluðum okkur að vinna tvo heimaleiki í röð, eitthvað sem við gerðum lítið af í fyrra. Ég held hreinlega að þetta sé fyrsti 1-0 sigurinn sem við vinnum síðan ég kom hingað í Val." Magnús var ekki sáttur við hraðann í leik sinna manna: ,,Mér fannst við vera full hægir í okkar aðgerðum í fyrri hálfleik. Það var frábært að fá mark snemma og eftir það urðum við hættulegri þegar þeir þurftu að fara framar. Við gerðum okkur þetta óþarflega erfitt en heilt yfir er ég ekkert fúll með neitt." ,,Það reyndi smá á vörnina , því þeir voru að senda langa bolta fram. Við þurftum að skipta Bjarna Ólaf og Hauk Pál útaf því þeir eru að stíga uppúr meiðslum og James Hurst var orðinn þreyttur í lokin. Það komu frískir menn inná og ég er mjög sáttur með leikinn og þrjú stig." ,,Við erum með breiðan og fínan hóp og strákarnir sem komu inn stóðu fyrir sínu," þegar Magnús var spurður út í meiðslin sem eru að hrjá marga leikmenn Vals þessa daganna. Í fyrri hálfleik hefðu gestirnir hæglega getað komist yfir. Magnús var ekki sáttur við sofanda ganginn hjá sínum mönnum: ,,Við eigum þetta svolítið til og við gerðum þetta líka í Garðabænum. Við verðum að laga þetta og það er algjör óþarfi að gefa svona. Við vorum að gefa Fylkismönnum þessi færi sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað komist yfir." ,,Ég er nokkuð sáttur með þessi stig. Við höfum verið að spila vel í sumar og við gætum jafnvel verið með fleiri stig, en ég er sáttur, sagði Magnús að lokum sáttur við þau ellefu stig sem eru komin í hús hjá Val.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti