Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Enn skorar Atli Viðar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2014 14:01 Vísir / Vilhelm Gunnarsson Þriðja mark Atla Viðars Björnssonar í sumar tryggði FH 1-0 sigur á Víkingi R. í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur; héldu boltanum vel og settu Víkinga undir mikla pressu sem þeir áttu í vandræðum með að leysa.Atlarnir, Viðar Björnsson og Guðnason gerðu sig líklega til að skora snemma leiks, en það var Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem komst næst því að skora fyrir FH á 12. mínútu þegar skot hans fyrir utan vítateig hafnaði í slá Víkingsmarksins. Atli Viðar fékk sömuleiðis gott færi til að skora á 29. mínútu, en hann náði ekki miklum krafti í skotið sem Ingvar Þór Kale átti ekki í miklum vandræðum með. Annars vörðust gestirnir vel. Varnarlínan lá aftarlega og fyrir framan hana voru fyrirliðinn Igor Taskovic og Kristinn Magnússon sterkir. Víkingar áttu hins vegar varla teljandi sókn í fyrri hálfleiknum og þeir hefðu að ósekju mátt vera hugrakkari að halda boltanum eins og Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við undirritaðan eftir leik. Það er ekkert leyndarmál að sóknarleikur Víkinga stendur og fellur með Aroni Elís Þrándarsyni og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf hversu háð liðið er þessum tvítuga strák í sóknarleiknum. Aron kom inn á í hálfleik ásamt Agnari Darra Sverrissyni og hann lífgaði sóknarleik Víking við. Með innkomu hans náðu Víkingar að halda boltanum betur og þeir fóru að ógna marki FH. Aron átti tvær ágætar tilraunir, en það var á 64. mínútu sem Víkingar fengu sitt besta færi þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegnum FH-vörnina eftir stungusendingu Todors Hristov. Pape reyndi að skjóta boltanum milli fóta Róberts Arnars Óskarssonar sem sá við framherjanum og varði vel. Þetta reyndist vendipunktur leiksins. Tíu mínútum síðar slapp Atli Viðar í gegnum Víkingsvörnina eftir þríhyrningsspil við varamanninn Sam Hewson og Dalvíkingnum urðu ekki á nein mistök, ólíkt kollega sínum í Víkingsliðinu. Eftir markið spiluðu FH-ingar sinn besta fótbolta í leiknum. Þeir héldu boltanum vel og drógu smám saman kraftinn úr Víkingsliðinu. Heimamenn fengu svo kjörið tækifæri til að bæta við forystuna þegar Tómas Guðmundsson braut á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Ingimundur Níels Óskarsson steig á punktinn en Ingvar varði spyrnu hans frábærlega. Fleiri urðu mörkin ekki og FH-ingar fögnuðu sínum fjórða sigri í sumar. Hafnfirðingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar með 14 stig, þremur fleiri en Keflavík sem gerði jafntefli við Fjölni í kvöld. FH hefur aðeins skorað átta mörk í leikjunum sex og sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafn öflugur og við höfum átt að venjast. Vörnin hefur hins vegar verið ógnarsterk, en FH hefur haldið fjórum sinnum hreinu í deildinni. Víkingar spiluðu fínan leik og áttu alla möguleika á að fara heim með stig. Færið sem Pape misnotaði reyndist þeim hins vegar dýrkeypt, sem og augnabliks einbeitingarleysi í vörninni þegar Atli Viðar slapp í gegn. Víkingar eru samt sem áður í ágætis málum með sjö stig í 7. sæti deildarinnar. Stuðningsmenn liðsins hljóta hins vegar að krossleggja fingur og vonast til að Aron Elís haldist heill. Annars gæti farið illa. Heimir: Með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga beturVísir/Vilhelm"Það sem skóp sigurinn var að Atli Viðar Björnsson var réttur maður á réttum stað og kláraði þetta fyrir okkur, en leikur liðsins hefði á köflum mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir sigur hans manna á Víkingum í kvöld. FH-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér mikið af góðum færum. "Það sem var að í fyrri hálfleik, og einnig í þeim seinni, var að við vorum að spila boltanum of mikið í sömu svæðunum í staðinn fyrir að færa boltann milli vængjanna og hreyfa Víkinganna til. "Víkingar spiluðu mjög vel fyrstu 20-25 mínúturnar í seinni hálfleik og þá vorum við ekki nógu nálægt mönnunum okkar, vorum of staðir og áttum of margar lélegar sendingar," sagði Heimir, en tvöfalda skiptingin sem hann gerði á 70. mínútu virkaði mjög vel. "Mér fannst þeir lífga upp á leik liðsins. Bæði Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Hewson eru frábærir leikmenn og með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga betur. Hann tók boltann og skipti honum milli kanta og Ingimundur var einnig frískur." FH situr í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. En hefur Heimir áhyggjur af því að FH skuli ekki vera búið að skora nema átta mörk í leikjunum sex. "Nei, við höfum ekki áhyggjur af sóknarleiknum, en við þurfum að skora meira," sagði Heimir að lokum. Ólafur: Vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm"Það er auðvitað ljóst að í staðinn fyrir að komast í 1-0, þá lendum við undir skömmu síðar. Auðvitað er mikilvægt að menn klári færin sín, en því miður hafa FH-ingar það mikil gæði að þeir þurfa ekki mörg færi til að skora. Á meðan þurfum við kannski helmingi fleiri færi en þeir til að skora mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um færið sem Pape Mamadou Faye fékk eftir rúmlega klukkutíma leik. Víkingar spiluðu sterkan varnarleik lengst af leiks, en Ólafur var óánægður með sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. "Við náðum að loka mjög vel á þá allan fyrri hálfleikinn, en það olli okkur smá vandræðum að við þorðum ekki að spila boltanum. Við vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleik, en með innkomu Arons (Elísar Þrándarsonar) þá fengum við leikmann sem hélt boltanum vel og hann kom með meiri gæði í sóknarleik okkar. "Það vantaði bara pung á okkur til að spila fótbolta í fyrri hálfleik, það er ósköp einfalt mál," sagði Ólafur og bætti við: "Við eigum 3-4 skot í seinni hálfleik, öll lengst út í bláinn og ekkert á rammann. Frumskilyrðið fyrir því að skora mörk er að hitta á rammann og það tókst ekki hjá okkur í dag." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Þriðja mark Atla Viðars Björnssonar í sumar tryggði FH 1-0 sigur á Víkingi R. í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur; héldu boltanum vel og settu Víkinga undir mikla pressu sem þeir áttu í vandræðum með að leysa.Atlarnir, Viðar Björnsson og Guðnason gerðu sig líklega til að skora snemma leiks, en það var Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem komst næst því að skora fyrir FH á 12. mínútu þegar skot hans fyrir utan vítateig hafnaði í slá Víkingsmarksins. Atli Viðar fékk sömuleiðis gott færi til að skora á 29. mínútu, en hann náði ekki miklum krafti í skotið sem Ingvar Þór Kale átti ekki í miklum vandræðum með. Annars vörðust gestirnir vel. Varnarlínan lá aftarlega og fyrir framan hana voru fyrirliðinn Igor Taskovic og Kristinn Magnússon sterkir. Víkingar áttu hins vegar varla teljandi sókn í fyrri hálfleiknum og þeir hefðu að ósekju mátt vera hugrakkari að halda boltanum eins og Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við undirritaðan eftir leik. Það er ekkert leyndarmál að sóknarleikur Víkinga stendur og fellur með Aroni Elís Þrándarsyni og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ólaf hversu háð liðið er þessum tvítuga strák í sóknarleiknum. Aron kom inn á í hálfleik ásamt Agnari Darra Sverrissyni og hann lífgaði sóknarleik Víking við. Með innkomu hans náðu Víkingar að halda boltanum betur og þeir fóru að ógna marki FH. Aron átti tvær ágætar tilraunir, en það var á 64. mínútu sem Víkingar fengu sitt besta færi þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegnum FH-vörnina eftir stungusendingu Todors Hristov. Pape reyndi að skjóta boltanum milli fóta Róberts Arnars Óskarssonar sem sá við framherjanum og varði vel. Þetta reyndist vendipunktur leiksins. Tíu mínútum síðar slapp Atli Viðar í gegnum Víkingsvörnina eftir þríhyrningsspil við varamanninn Sam Hewson og Dalvíkingnum urðu ekki á nein mistök, ólíkt kollega sínum í Víkingsliðinu. Eftir markið spiluðu FH-ingar sinn besta fótbolta í leiknum. Þeir héldu boltanum vel og drógu smám saman kraftinn úr Víkingsliðinu. Heimamenn fengu svo kjörið tækifæri til að bæta við forystuna þegar Tómas Guðmundsson braut á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Ingimundur Níels Óskarsson steig á punktinn en Ingvar varði spyrnu hans frábærlega. Fleiri urðu mörkin ekki og FH-ingar fögnuðu sínum fjórða sigri í sumar. Hafnfirðingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar með 14 stig, þremur fleiri en Keflavík sem gerði jafntefli við Fjölni í kvöld. FH hefur aðeins skorað átta mörk í leikjunum sex og sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafn öflugur og við höfum átt að venjast. Vörnin hefur hins vegar verið ógnarsterk, en FH hefur haldið fjórum sinnum hreinu í deildinni. Víkingar spiluðu fínan leik og áttu alla möguleika á að fara heim með stig. Færið sem Pape misnotaði reyndist þeim hins vegar dýrkeypt, sem og augnabliks einbeitingarleysi í vörninni þegar Atli Viðar slapp í gegn. Víkingar eru samt sem áður í ágætis málum með sjö stig í 7. sæti deildarinnar. Stuðningsmenn liðsins hljóta hins vegar að krossleggja fingur og vonast til að Aron Elís haldist heill. Annars gæti farið illa. Heimir: Með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga beturVísir/Vilhelm"Það sem skóp sigurinn var að Atli Viðar Björnsson var réttur maður á réttum stað og kláraði þetta fyrir okkur, en leikur liðsins hefði á köflum mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir sigur hans manna á Víkingum í kvöld. FH-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér mikið af góðum færum. "Það sem var að í fyrri hálfleik, og einnig í þeim seinni, var að við vorum að spila boltanum of mikið í sömu svæðunum í staðinn fyrir að færa boltann milli vængjanna og hreyfa Víkinganna til. "Víkingar spiluðu mjög vel fyrstu 20-25 mínúturnar í seinni hálfleik og þá vorum við ekki nógu nálægt mönnunum okkar, vorum of staðir og áttum of margar lélegar sendingar," sagði Heimir, en tvöfalda skiptingin sem hann gerði á 70. mínútu virkaði mjög vel. "Mér fannst þeir lífga upp á leik liðsins. Bæði Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Hewson eru frábærir leikmenn og með innkomu Hewsons fór boltinn að ganga betur. Hann tók boltann og skipti honum milli kanta og Ingimundur var einnig frískur." FH situr í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. En hefur Heimir áhyggjur af því að FH skuli ekki vera búið að skora nema átta mörk í leikjunum sex. "Nei, við höfum ekki áhyggjur af sóknarleiknum, en við þurfum að skora meira," sagði Heimir að lokum. Ólafur: Vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm"Það er auðvitað ljóst að í staðinn fyrir að komast í 1-0, þá lendum við undir skömmu síðar. Auðvitað er mikilvægt að menn klári færin sín, en því miður hafa FH-ingar það mikil gæði að þeir þurfa ekki mörg færi til að skora. Á meðan þurfum við kannski helmingi fleiri færi en þeir til að skora mörk," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um færið sem Pape Mamadou Faye fékk eftir rúmlega klukkutíma leik. Víkingar spiluðu sterkan varnarleik lengst af leiks, en Ólafur var óánægður með sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. "Við náðum að loka mjög vel á þá allan fyrri hálfleikinn, en það olli okkur smá vandræðum að við þorðum ekki að spila boltanum. Við vorum skíthræddir við að spila fótbolta í fyrri hálfleik, en með innkomu Arons (Elísar Þrándarsonar) þá fengum við leikmann sem hélt boltanum vel og hann kom með meiri gæði í sóknarleik okkar. "Það vantaði bara pung á okkur til að spila fótbolta í fyrri hálfleik, það er ósköp einfalt mál," sagði Ólafur og bætti við: "Við eigum 3-4 skot í seinni hálfleik, öll lengst út í bláinn og ekkert á rammann. Frumskilyrðið fyrir því að skora mörk er að hitta á rammann og það tókst ekki hjá okkur í dag."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti