Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir enn taplausir Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. júní 2014 13:57 Vísir/Daníel Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að fyrri hálfleikur væri markalaus var hann allt annað en bragðdaufur. Bæði lið áttu góða kafla í hálfleiknum og fengu hættuleg færi. Fjölnir fékk fleiri færi og sóknarþungi liðsins var meiri en Keflavík fékk samt besta færi hálfleiksins þegar Paul McShane skallaði framhjá. Liðin spila ekki ólíkan fótbolta. Bæði lið verjast vel með öfluga varnarlínu og keyra upp hraðann þegar þau vinna boltann og sækja hratt. Þetta er fótbolti sem skemmtir áhorfendum og hefur skilað ágætum stigafjölda í hús í byrjun leiktíðar. Bæði mörkin komu eftir hraðar sóknir. Hörður Sveinsson heldur áfram að skora fyrir Keflavík og varamaðurinn Christopher Paul Tsonis jafnaði leikinn þegar skammt var eftir en Fjölnir náði að hressa upp á sóknarleik sinn er leið á seinni hálfleikinn með skiptingum sem gengu upp. Bæði lið vildu þrjú stig út úr leiknum en jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Jonas Fredrik Sandqvist bjargaði Keflvíkingum með nokkrum góðum markvörslum fyrir aftan annars sterka vörn sína en Keflavík hefði líka getað stolið þessu í lokin. Stigið lyfti Keflavík upp í annað sætið, upp fyrir Stjörnuna á markamun en Stjarnan á leik til góða á morgun. Fjölnir er enn í fjórða sæti, með tíu stig, stigi á eftir Keflavík. Halldór Kristinn: Stórkostlegt að spila við Fjölni„Það er leiðinlegt að missa niður þrjá punkta ef við getum sagt sem svo. Við vorum yfir þegar lítið var eftir. Það er alltaf hund fúlt þó við höfum ekki verið að spila okkar besta leik,“ sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur. „Þeir eru þéttir fyrir varnarlega og sprengja sóknarlega. Þegar þeir sækja svona hratt þá myndast færi. Þeir voru duglegir að koma sér í ákjósanlega stöðu en mér fannst við verjast þessu ágætlega. „Ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit í þessum leik en bæði lið vilja betri úrslit. Við virðum stigið. „Mín reynsla af því að spila við Fjölni er stórkostleg. Alltaf frábærir leikir. Þetta eru sprækir strákar og mikil stemning í báðum liðum. Ætli við spilum ekki nokkuð svipaðan fótbolta,“ sagði Halldór Kristinn sem vill sjá liðið á sigurbraut á ný eftir þrjá leiki án sigurs í kjölfarið af því að liðið vann þrjá fyrstu leikina. „Við þurfum að fara að hugsa burt frá byrjuninni. Hún gefur okkur ekkert í komandi leikjum. Við vitum hvað við getum og erum að spila fínan varnarleik og mjög flottan sóknarleik á köflum. Við þurfum að byggja á það og þá fer þetta á okkar vel,“ sagði Halldór að lokum. Ágúst: Gott að fá stig á móti erfiðum liðum„Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn. Þetta er júmbóliðin í sumar og þetta var sanngjarnt. Við þurftum að jafna og gerðum það. Það er mikill karakter í liðinu og við fáum eitt stig á erfiðum útivelli,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Það er gaman að geta talað um að vera taplausir eftir hvern leik. Við töpuðum síðast í deild 29. ágúst 2013 þannig að þetta er búið að vera góð vinnusemi. „Þessi jafntefli gefa ekki mikið en að sjálfsögðu er alltaf gott að fá eitt stig á móti erfiðum liðum,“ sagði Ágúst en Fjölnir er nú búið að gera jafntefli í fjórum leikjum í röð í deildinni. „Þessi lið eru bæði þannig að þau vilja sækja hratt á andstæðingana og þetta var vítateiga á milli leikur. Við fengum nokkur góð færi en þeir fá leika eitthvað. „Völlurinn hérna var þungur og erfiður og við fengum leikmenn inn á með ferska fætur sem náðu að breyta tempóinu aðeins hjá okkur. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að fyrri hálfleikur væri markalaus var hann allt annað en bragðdaufur. Bæði lið áttu góða kafla í hálfleiknum og fengu hættuleg færi. Fjölnir fékk fleiri færi og sóknarþungi liðsins var meiri en Keflavík fékk samt besta færi hálfleiksins þegar Paul McShane skallaði framhjá. Liðin spila ekki ólíkan fótbolta. Bæði lið verjast vel með öfluga varnarlínu og keyra upp hraðann þegar þau vinna boltann og sækja hratt. Þetta er fótbolti sem skemmtir áhorfendum og hefur skilað ágætum stigafjölda í hús í byrjun leiktíðar. Bæði mörkin komu eftir hraðar sóknir. Hörður Sveinsson heldur áfram að skora fyrir Keflavík og varamaðurinn Christopher Paul Tsonis jafnaði leikinn þegar skammt var eftir en Fjölnir náði að hressa upp á sóknarleik sinn er leið á seinni hálfleikinn með skiptingum sem gengu upp. Bæði lið vildu þrjú stig út úr leiknum en jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Jonas Fredrik Sandqvist bjargaði Keflvíkingum með nokkrum góðum markvörslum fyrir aftan annars sterka vörn sína en Keflavík hefði líka getað stolið þessu í lokin. Stigið lyfti Keflavík upp í annað sætið, upp fyrir Stjörnuna á markamun en Stjarnan á leik til góða á morgun. Fjölnir er enn í fjórða sæti, með tíu stig, stigi á eftir Keflavík. Halldór Kristinn: Stórkostlegt að spila við Fjölni„Það er leiðinlegt að missa niður þrjá punkta ef við getum sagt sem svo. Við vorum yfir þegar lítið var eftir. Það er alltaf hund fúlt þó við höfum ekki verið að spila okkar besta leik,“ sagði Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður Keflavíkur. „Þeir eru þéttir fyrir varnarlega og sprengja sóknarlega. Þegar þeir sækja svona hratt þá myndast færi. Þeir voru duglegir að koma sér í ákjósanlega stöðu en mér fannst við verjast þessu ágætlega. „Ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit í þessum leik en bæði lið vilja betri úrslit. Við virðum stigið. „Mín reynsla af því að spila við Fjölni er stórkostleg. Alltaf frábærir leikir. Þetta eru sprækir strákar og mikil stemning í báðum liðum. Ætli við spilum ekki nokkuð svipaðan fótbolta,“ sagði Halldór Kristinn sem vill sjá liðið á sigurbraut á ný eftir þrjá leiki án sigurs í kjölfarið af því að liðið vann þrjá fyrstu leikina. „Við þurfum að fara að hugsa burt frá byrjuninni. Hún gefur okkur ekkert í komandi leikjum. Við vitum hvað við getum og erum að spila fínan varnarleik og mjög flottan sóknarleik á köflum. Við þurfum að byggja á það og þá fer þetta á okkar vel,“ sagði Halldór að lokum. Ágúst: Gott að fá stig á móti erfiðum liðum„Bæði lið fóru varfærnislega inn í leikinn. Þetta er júmbóliðin í sumar og þetta var sanngjarnt. Við þurftum að jafna og gerðum það. Það er mikill karakter í liðinu og við fáum eitt stig á erfiðum útivelli,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Það er gaman að geta talað um að vera taplausir eftir hvern leik. Við töpuðum síðast í deild 29. ágúst 2013 þannig að þetta er búið að vera góð vinnusemi. „Þessi jafntefli gefa ekki mikið en að sjálfsögðu er alltaf gott að fá eitt stig á móti erfiðum liðum,“ sagði Ágúst en Fjölnir er nú búið að gera jafntefli í fjórum leikjum í röð í deildinni. „Þessi lið eru bæði þannig að þau vilja sækja hratt á andstæðingana og þetta var vítateiga á milli leikur. Við fengum nokkur góð færi en þeir fá leika eitthvað. „Völlurinn hérna var þungur og erfiður og við fengum leikmenn inn á með ferska fætur sem náðu að breyta tempóinu aðeins hjá okkur. Ég var mjög ánægður með það,“ sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti