Búðu til þinn eigin náttúrulega líkamsskrúbb. Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Til þess að forðast snyrtivörur með óæskilegum eiturefnum er öruggast að búa þær til sjálfur. Hér kemur uppskrift af líkamsskrúbb sem hægt er að búa til heima úr hráefnum sem margir eiga til í eldhúsinu hjá sér. Húðin verður silkimjúk eftir þennan dásamlega líkamsskrúbb og ekki skemmir fyrir að uppskriftin er bæði einföld og fljótleg.Kaffi og púðursykurs skrúbbur1/2 bolli púðursykur. 1/2 bolli malað kaffi. 1/4 bolli ólífuolía eða kókosolía.Leiðbeiningar:Setjið hráefnin í miðlungsstóra skál og blandið þeim vel saman. Hellið skrúbbnum svo í tómt ílát eftir eigin hentisemi, afgangs krukkur undan kremum eða öðrum snyrtivörum eru til dæmis sniðugar til þess að endurnýta fyrir nýja skrúbbinn. Fyrir fínni áferð á skrúbbnum er hægt að nota fínmalað salt í staðinn fyrir púðursykurinn. Einnig er hægt að bæta við nokkrum dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni sinni til þess að fá vel ilmandi líkamsskrúbb. Berið skrúbbinn á allan líkamann og nuddið vel í nokkrar mínútur. Gott er að þvo hann af í sturtunni og enda svo á að bera góða lífræna kókosolíu á líkamann eftir sturtuna. Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Til þess að forðast snyrtivörur með óæskilegum eiturefnum er öruggast að búa þær til sjálfur. Hér kemur uppskrift af líkamsskrúbb sem hægt er að búa til heima úr hráefnum sem margir eiga til í eldhúsinu hjá sér. Húðin verður silkimjúk eftir þennan dásamlega líkamsskrúbb og ekki skemmir fyrir að uppskriftin er bæði einföld og fljótleg.Kaffi og púðursykurs skrúbbur1/2 bolli púðursykur. 1/2 bolli malað kaffi. 1/4 bolli ólífuolía eða kókosolía.Leiðbeiningar:Setjið hráefnin í miðlungsstóra skál og blandið þeim vel saman. Hellið skrúbbnum svo í tómt ílát eftir eigin hentisemi, afgangs krukkur undan kremum eða öðrum snyrtivörum eru til dæmis sniðugar til þess að endurnýta fyrir nýja skrúbbinn. Fyrir fínni áferð á skrúbbnum er hægt að nota fínmalað salt í staðinn fyrir púðursykurinn. Einnig er hægt að bæta við nokkrum dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni sinni til þess að fá vel ilmandi líkamsskrúbb. Berið skrúbbinn á allan líkamann og nuddið vel í nokkrar mínútur. Gott er að þvo hann af í sturtunni og enda svo á að bera góða lífræna kókosolíu á líkamann eftir sturtuna.
Heilsa Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira