Íslenski boltinn

Endre Ove ökklabrotnaði á KR-vellinum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Endre Ove Brenne.
Endre Ove Brenne. Vísir/Daníel
Endre Ove Brenne verður ekkert meira með Keflvíkingum á tímabilinu en hann ökklabrotnaði í leik á móti KR í gærkvöldi. Keflvíkingar verða því án Brenne í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

Endre Ove Brenne þurfti að yfirgefa völlinn strax á 17. mínútu. „Hann misstígur sig og er ökklabrotinn," staðfesti Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga við Vísi. Brenne fór í burtu af KR-vellinum í sjúkrabíl.

Endre Ove Brenne hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann hefur aðallega verið að glíma við meiðsli í læri. Leikurinn í gær var fyrsti leikur hans í Pepsi-deildinni síðan 14. júlí eða í tæpan mánuð.

„Hann hefur verið í langan tíma að ná sér af meiðslum á læri og við höfðum verið að spara hann og passa upp á hann. Hann misstígur sig síðan þarna og það má segja að þetta elti hvort annað,“ segir Kristján.

„Þetta setur ákveðið strik í reikninginn í okkar áætlanir en við þurfum að vinna úr því og höfðum ágætis tíma í það," sagði Kristján að lokum.


Tengdar fréttir

Óskar Örn fer ekki til Noregs

Jónas Kristinsson, framkvæmdarstjóri KR, staðfesti við Vísi í kvöld að Óskar Örn Hauksson myndi leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins þar sem öll tiltæk gögn bárust ekki í tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×