Íslenski boltinn

Kristinn hafnaði atvinnumennsku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson. Vísir/Daníel
Kristinn Jakobsson, knattspyrnudómari, segir að sér hafi á sínum tíma boðist að gerast atvinnudómari í öðru landi.

„Það var erfitt að fara frá Íslandi á þeim tíma,“ segir Kristinn sem var í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag.

„Ég var nýbúinn að stofna fyrirtæki mitt á Íslandi og ég ákvað í samráði við mína fjölskyldu að gangast ekki við því tilboði.“

Kristinn vildi ekki gefa upp hvaða land var um að ræða en segist sáttur við ferilinn sinn. Honum lýkur um áramótin þegar hann dettur af dómaralista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sökum aldurs.

„Ég hef fengið að upplifa ótal margt og eignast ógrynni af félögum og vinum í gegnum tíðina. Það er alltaf hægt að horfa til baka og hugsa um hvað hefði gerst ef maður hefði tekið hina eða þessa ákvörðun. Aðalmálið er að maður gangi sáttur frá borði.“


Tengdar fréttir

Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu

Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×