Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 3-0 | Fjölnir áfram í deild þeirra bestu Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira