Lífið

Hringborðinu slátrað á Twitter

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Notendur Twitter voru ekkert sérlega ánægðir með Hringborðið.
Notendur Twitter voru ekkert sérlega ánægðir með Hringborðið.
Segja má að að þátturinn Hringborðið sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi hafi ekki farið neitt sérstaklega vel í notendur Twitter.

Twitterkynslóðin hefur sterkar skoðanir á þættinum og voru efnistök hans og stjórnendur gagnrýndir ansi harðlega. Þættinum er stýrt af Boga Ágústssyni, Styrmi Gunnarssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur. Hann verður á dagskrá RÚV mánaðarlega í vetur.

Í gær var meðal annars fjallað um kjarasamninga.

Vísir tók sama hluta af tístunum sem birtust um þáttinn frá notendum Twitter sem merktu tíst sín #hringborðið. En það var ekki eintöm neikvæðni í garð þáttarins og stjórnenda hans á Twitter í gær. Hér að neðan má sjá fjögur tíst sem ættu að teljast jákvæð.

Ekki voru þó öll tístin neikvæð. Hér má sjá fjögur sem ættu að teljast nokkuð jákvæð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×