Lífið

Haltu kjafti um framhjáhaldið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ragga Eiríks mætti í morgunþátt FM957 í morgun til að ræða um framhjáhald.

„Finnst ykkur strákar að það eigi alltaf að játa?“ spurði hún þáttarstjórnendur. Þegar þeir jánkuðu því sagðist Ragga vera ósammála eins og heyra má í meðfylgjandi hljóðbroti.

„Ég vil meina að þeir eigi að halda helvítis kjafti ef þeir ætla að halda áfram í sambandinu. Þetta eru auðvitað ekki allir sammála um,“ segir Ragga. Hún bætir við að þeir sem ætli að nota framhjáhald sem leið til að losna úr sambandi ættu tvímælalaust að segja frá því. Það væri hins vegar heigulsleg aðferð og merki um óöryggi hjá þeim sem treysta sér ekki að vera einir í lífinu.

„Þess vegna tryggirðu þér að það sé kominn einhver björgunarbátur sem að siglir með þig út úr sambandinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×