Lífið

MySpace Tom á leiðinni til landsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Allir af ákveðinni kynslóð þekkja þessa mynd.
Allir af ákveðinni kynslóð þekkja þessa mynd.
Tom Anderson, stofandi samskiptavefsins MySpace, er á leið til Íslands. Þessu greinir hann frá á Twitter-síðu sinni í dag.

Samkvæmt færslunni mætir Tom hingað til lands á mánudag. Hann spyr vini og vandamenn hvort þeir þekki einhvern sem getur komið honum í þyrluferð yfir eldstöðvar, væntanlega þá yfir Holuhraun.

MySpace Tom, eins og hann er iðulega þekktur, er fæddur í Bandaríkjunum árið 1970. Hann stofnaði MySpace árið 2003, sem var um tíma langvinsælasti samskiptavefur heims. Hann var „vinur“ allra notenda síðunnar, en það gerðist sjálfkrafa þegar maður skráði sig. Hann yfirgaf fyrirtækið árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×