Lífið

Biggest Loser-keppandi látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrir og eftir mynd af Damien.
Fyrir og eftir mynd af Damien.
Biggest Loser-keppandinn Damien Gurganious lést á mánudaginn, 38 ára að aldri. Damien fékk skyndilegt sjálfsofnæmi sem olli heilablæðingu sem dró hann til dauða.

Damien tók þátt í sjöunda þáttaröð af raunveruleikaþættinum Biggest Loser árið 2009.

„Hann var stoð og stytta í sinni fjölskyldu, yndislegur sonur, bróðir og frændi,“ segir fjölskylda Damiens í yfirlýsingu til tímaritsins Us Weekly.

„Hann var ótrúlegur faðir tveggja ára dóttur sinnar, Giselle. Hann var innblástur og lærimeistari svo margra. Ást hans til fjölskyldu og vina var gríðarleg,“ stendur einnig í yfirlýsingunni.

Damien keppti með Nicole Brewer Gurganious í Biggest Loser sem var þá unnusta hans. Þau voru rekin heim í þriðju viku. Þau gengu í það heilaga í ágúst árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×