Lífið

Undirfatafyrirsæta íhugaði að fara í fóstureyðingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Robyn Lawley er ein þekktasta fyrirsæta heims og hefur setið fyrir fyrir merki á borð við Ralph Lauren, Mango og Chantelle. Robyn er 25 ára og komin sjö og hálfan mánuð á leið með sitt fyrsta barn. Í viðtali við tímaritið Cosmopolitan segist hún hafa íhugað það að fara í fóstureyðingu.

„Þetta var ekki planað og gerðist fyrr en ég bjóst við en þegar ég vissi að ég væri ólétt var ég mjög spennt,“ segir Robyn aðspurð um hvernig henni hafi liðið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Hún segist vera vinnualki og því hafi hún íhugað að eignast barnið ekki. Hún tók ákvörðun um að eiga það eftir að hún ráðfærði sig við ýmsar framakonur.

„Ég leitaði til svo margra kvenna. Ég talaði við margar framakonur sem ég virði og sem völdu feril sinn fram yfir börn og fóru í fóstureyðingu. Móðir mín fór meira að segja í fóstureyðingu á þrítugsaldri sem ég vissi ekki um. Það hefur alltaf verið búist við því að konur ali upp börn en það sem er frábært núna er að feður koma meira að uppeldinu. Ég veit að maki minn á eftir að verða frábær pabbi þannig að það tekur álagið af mér. Önnur ástæða fyrir því að ég ákvað að eignast barnið var af því að ég hafði áhyggjur af frjósemisvandamálum seinna meir. Hvað ef ég færi í fóstureyðingu núna og gæti ekki eignast barn eftir fimm ár? Það var minn stærsti ótti,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa verið hrædd um að segja umboðsskrifstofu sinni frá óléttunni.

Á forsíðu Cosmopolitan.
„Ég held að það sé eitthvað sem fullt af konum ganga í gegnum. Vinkona mín sem var ólétt hringdi í mig og fyrsta sem hún sagði mér var að hún væri hrædd um að segja vinnuveitenda sínum því hún var nýbúin að fá starfið. Hún var hrædd um að vera rekin því það gerist enn. Konur eru enn ekki jafnar körlum á vinnustaðnum.“

Hún bætir við að forsvarsmenn umboðsskrifstofunnar hafi tekið fréttunum vel og stutt hana í einu og öllu. Hún segist hafa mestar áhyggjur af slitförum þar sem hún er undirfatamódel.

„Mig langar að komast fljótlega í vinnu eftir barnsburð og ég hef áhyggjur að það taki tíma að slitförin hætti að vera rauð og verði hvít. Það er ekki það besta í stöðunni fyrir undirfatamódel. Ég held að konum ætti ekki að líða illa yfir slitförum. Ég vil að konur viti að það er venjulegt að það gerist og ég hef aðeins áhyggjur af þeim út af vinnunni.“

Á forsíðu Marie Claire.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×