Lífið

Les brot úr bókinni uppi í rúmi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Metsöluhöfundurinn og leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir gaf nýlega frá sér skáldsögu sem byggir á persónum og atburðum sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Bókin heitir Rogastanz og fjallar um fólk sem lifir heldur óhefðbundu lífi en hugmyndina fékk hún þegar Camilla, dönsk vinkona hennar kom í heimsókn til hennar einu sinni sem oftar.

Sögupersónan Charlotte er einmitt byggð á Camillu sem er sköllótt eftir sjálfsofnæmi, hún er gift sér fimmtán árum eldri konu og saman eiga þær tvö sæðisgjafabörn. Camilla sagði henni frá vinafólki sínu í Kaupannahöfn, þar á meðal vinkonu sinni sem býr með manni sem er svokallaður Tao tantra sérfræðingur, en starf hans fellst meðal annars í því að losa um stíflur í móðurlífi kvenna. Hann kennir þeim að slaka á í kynlífinu, vera sáttar við sjálfa sig og sameina alheimsorkuna og kærleikann við kynlífsleynsu þeirra. Hann notar ótrúlegar aðferðir til að ná markmiðum sínum í meðferðinni. 

Hér fyrir ofan má hlýða á Ingibjörgu lesa brot úr fyrsta kafla bókarinnar en Vísir mun næstu daga birta myndbönd af Ingibjörgu þar sem hún les vel valda kafla úr Rogastanz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×