Lífið

Drakk tíu dósir af kók á dag og þyngdist um tíu kíló

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
George fannst hann verða háður kók á endanum.
George fannst hann verða háður kók á endanum.
George Prior, 50 ára, var í mjög góðu formi þegar hann ákvað að gera tilraun á því hvaða áhrif sykur í vinsælustu drykkjum heims hefur á fólk. George kallar tilraunina 10 cans of Coca-Cola a day, eða tíu dósir af kók á dag.

George drakk tíu dósir af kók á hverjum degi í þrjátíu daga. Á þessu tímabili þyngdist hann um rétt rúmlega tíu kíló. Auk þess fann hann fyrir því að hann var orðinn háður Coca Cola.

„Ég er að hvetja fólk til að skoða sykurmagnið í því sem það borðar. Fólk þarf að vera meðvitað um raunverulegan og kraftmikinn eyðileggingarmátt sem sykur hefur á heilsuna,“ segir George í samtali við Mirror.

Blóðþrýstingurinn hans hækkaði á þessu tímabili en hann reyndi að borða eingöngu heilsusamlegan mat. Honum fannst það erfitt því kókið gerði hann saddan á hádegisverðar- og kvöldmatartíma.

„Það að drekka tíu dósir af kók á dag varð að pirrandi skyldu. Ég þurfti að fara oft á salernið, fannst ég oft vera saddur og það var allt út í dósum,“ bætir George við. Þegar að hann hætti að drekka kók léttist hann um rúm tvö kíló fyrstu fjóra dagana.

„Ég held að það sé fullt af fólki sem glímir við heilsufarsvanda eins og sykursýki og hjartasjúkdóma sem gera sér ekki grein fyrir því að það gæti hjálpað sér sjálfu með því að hætta í sykrinum,“ segir George. Hann vandar Coca Cola ekki kveðjurnar en fyrirtækið hefur ekki viljað tjá sig um tilraun Georges.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×