Lífið

„Ég vil ekki heyra svona aftur! Það er ekkert að þér!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bubbi Morthens og Linda Björg Árnadóttir er fólkið á bak við jólaóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár en jólaóróinn hefur farið í sölu árlega síðan árið 2006. Í ár er það Giljagaur sem prýðir óróann en allur ágóði af sölu hans fer til Æfingastöðvarinnar en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðþjuþjálfun barna á landinu.

Bubbi þekkir styrktarfélagið vel en móðir hans var þjálfari þar snemma á áttunda áratugnum. Hann rifjar upp minningar sínar um félagið í Íslandi í dag.

„Hingað kom ég sem ungur drengur. sá og heyrði og skildi og lærði," segir Bubbi.

„Ég man það að mamma kom heim með fötluð börn og þau eyðilögðu bækurnar mínar og ég varð brjálaður. Þá tók mamma mig út í horn og sagði: Ég vil ekki heyra svona aftur! Það er ekkert að þér! Þannig var það afgreitt,“ bætir hann við en styrktarfélagið skipar stóran sess í hjarta hans.

„Þetta er kraftaverkastaður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×