Lífið

Sendir fyrrum nemendum sínum bréf þeirra 20 árum síðar

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrrum nemendur Bruce Farrer hugsa nú hlýlega til hans.
Fyrrum nemendur Bruce Farrer hugsa nú hlýlega til hans.
„Ég vildi gefa nemendunum verkefni sem væri öðruvísi, áhugavert og verðmætt fyrir þá síðar meir,“ segir bandaríski kennarinn Bruce Farrer. Kennarinn hefur endursent gömlum nemendum sínum í gagnfræðiskóla bréf sem hann lét þá skrifa til sjálfs sín fyrir tuttugu árum síðan.

Farrer lét nemendurna skrifa tíu blaðsíðna langt bréf þar sem þeir fjölluðu um vonir sínar og væntingar til lífsins. Á myndbandi þar sem fjallað er um bréfasendingarnar  segir einn gamall nemandi Farrer að hann hafi talið þetta vera verkefni sem kennarinn hafi látið nemendur vinna þannig að hann gæti sjálfur gert eitthvað annað á meðan.

Saga mannsins hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum, en Farrer hefur um áratuga skeið látið nemendur sína skrifa slík bréf. Tuttugu árum síðar sendir hann nemendum sínum svo bréfin og segir hann að því fylgi oft mikil rannsóknarvinna sem hann hafi þó mjög gaman af.

Sjá má viðtal við Farrer sjálfan og nokkra fyrrum nemenda hans í myndskeiðinu að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×