Lífið

John Galliano á Íslandi

Alfrun Palsdottir skrifar
Felagarnir voru vel klæddir við komuna til landsins enda liklega bunir að fretta af vonskuveðrinu sem hefur riðið yfir landið undanfarið.
Felagarnir voru vel klæddir við komuna til landsins enda liklega bunir að fretta af vonskuveðrinu sem hefur riðið yfir landið undanfarið. Visir/Getty
Fatahönnuðurinn John Galliano mætti hingað til lands í gær ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Roche og Vogue ritstjóranum margrómaða Hamish Bowles. 

Þeir komu hingað til lands með beinu flugi frá París en samkvæmt Twitter reikningi Bowles var hann nýkomin af listasýningum þar í borg. 

Allra augu beinast nú að John Galliano er hann undirbýr endurkomu sína í tískuheiminn í janúar. Þá mun hönnuðurinn frumsýna sína fyrstu lína eftir að hann tók við stýrinu hjá tískuhúsinu Maison Martin Margiela á hátískuvikunni (e. haute couture) í París. 

Galliano hefur verið fjarverandi úr sviðljósinu síðan hann var rekinn frá Dior árið 2011 í kjölfarið á því að hann gerðist sekur um fara með niðrandi ummæli í garð gyðinga á bar í París. 

Galliano er einn frægasti fatahönnuður í heimi og hefur meðal annars stýrt tískuhúsum á borð við Givenchy, Dior og Galliano. Hamish Bowles er þekktur tískublaðamaður og nú einn af ritstjórum (e. editor-at-large) fyrir bandaríska Vogue. Hann og ritstýra Vogue, Anna Wintour, eru þekkt fyrir dálæti sitt á hönnun Galliano. 

Ekki er vitað hvað dregur kappana hingað til lands á þessum tíma árs en vonum að þeir séu vel klæddir í kuldanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×