Lífið

Jólalag Gillz komið í útvarpsspilun víða um heim

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lagið er gríðarlega vinsælt um allan heim.
Lagið er gríðarlega vinsælt um allan heim.
Svo virðist sem vinsældir jólalags Gillz eigi sér engin takmörk. Lagið MUSCLEBELLS er nú farið að óma á erlendum útvarpsstöðum auk þess sem nokkrir mikilsmetnir líkamsræktarfrömuðir hafa deilt laginu á sínum Facebook-síðum. Egill Einarsson segist vera hrærður yfir þessum góðu viðtökum. „Ég er bara mjög hrærður yfir þessum frábæru viðtökum. Eiginlega orðlaus.

Sænski miðillinn Aftonbladet hefur einnig óskað eftir því að fá að birta hluta úr myndbandinu, en þar á bæ eru menn að búa til sjónvarpsþátt um óhefðbundin jólalög. Þáttastjórnandinn segist hafa orðið var við miklar vinsældir lagsins. Einnig hefur heyrst að lagið sé mikið spilað í partíum í Danmörku.

Vinsældirnar eru því greinilega orðnar alþjóðlegar. Hér að neðan má svo sjá myndband frá Lúxemborg, þar sem lagið ómaði á alþjóðlegri útvarpsstöð.



Egill segir að svo virðist sem ákveðin vöntun virðist hafa verið á jólalögum af þessu tagi; teknólögum með dúndrandi bassa. Hann fékk strákana í StopWaitGo með sér í lagasmíðarnar og Ice Cold Music Group til þess að gera myndbandið. Séu spilanir á Facebook og Youtube teknar saman kemur í ljós að lagið hefur verið spilað í tæplega þrjár milljónir skipta.

„Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Gaman líka að lagið færir fólki um allan heim gleði, nú þegar hátíðirnar eru að ganga í garð og dagurinn hvað stystur. Það má með sanni segja að þessi velgengni hafi snert nýjan og áður óþekktan streng í mínu stóra listamannshjarta. Og það ber að þakka," segir Egill einlægur.

Sjá einnig: Jólalag Gillz reynist algjör sprengja

Líkamsræktarfrömuðurinn Jaco De Bryun hefur birt lagið á sinni Facebook-síðu og merkir það „Muscle Christmas - Best Video Ever!", sem í lauslegri þýðingu lítur svo út: „Vöðvajól - Besta myndband allra tíma.". Myndbandinu hefur verið deilt tæplega ellefu þúsund sinnum af síðu hans og hefur á tíunda þúsund manns smellt á „like-takkann“. Alls hafa rúmlega 680 þúsund manns horft á myndbandið, bara á vefsíðu De Bryun. Myndbandið er einnig vinsælt á Youtube, þar sem um 350 þúsund manns hafa horft á það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×