Lífið

Hnefun og óvægnar hýðingar meðal þess sem er bannað í klámmyndum í Bretlandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Meðlimir í stjórn breskra kvikmyndaritskoðanda ákvað í dag hvað ætti að vera bannað í þeim klámmyndum sem framleiddar eru á breskri grundu.

Meðal þess sem er á lista yfir það sem er bannað að sýna í myndunum eru flengingar, flengingar með staf, óvægnar hýðingar, mök með hlut sem gæti verið tengdur við ofbeldi, líkamlegt og munnlegt ofbeldi, kynlífsleikir með þvagi, sprautun kvenna við fullnægingu, kyrkingar, að sitja á andliti einhvers og hnefun.

Kyrkingar, að sitja á andliti einhvers og hnefun er eitthvað sem stjórnarmeðlimir telja lífshættulegt eins og kemur fram í frétt Independent.

Þessar takmarkanir eiga ekki við um klámmyndir sem eru framleiddar utan Bretlands og má samt sem áður selja þær í Bretlandi.

Jerry Barnett hjá hópnum Sex and Censorship, sem er á móti ritskoðun, er á móti nýju reglunum.

„Það virðast ekki vera neinar rökrænar skýringar  á þessum reglum. Þetta er bara siðferðislegur dómur sem er hannaður af fólki sem hefur verið að reyna að fá Breta til að hætta að horfa á klám,“ segir hann í viðtali við Vice UK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×