Lífið

Veðurfræðing klæjaði: „Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluverður kláði herjaði á Guðrúnu Nínu Petersen, veðurfréttarkonu á RÚV, í gærkvöldi sem varð þess valdandi að byrja þurfti upptökur aftur á veðurfréttunum.

Hana klæjaði greinilega og fipaðist við það, en fyrir mistök slysaðist sú upptaka inn í útsendingu hjá RÚV.

„Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir,“ segir Guðrún Nína í samtali við fréttastofuna. „Þetta voru bara saklaus tæknileg mistök.“

Guðrún tekur atvikinu létt og segist vera of lítil dramadrottning til að láta svona fara í taugarnar á sér.

„Þetta var nú bara lítill kláði en vildi svo óheppilega til að hann kom akkúrat á þessum tímapunkti.“

Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan en þar má heyra Guðrúnu segja:

„Sorrý. Mig klæjaði. Byrjum þetta aftur.“

Það getur verið vandasamt verk að starfa í sjónvarpi eins og veðurfræðingarnir Elín Björk Jónasdóttir og Einar Magnús Einarsson þekkja ágætlega. Bráðfyndnar klippur úr veðurfréttatíma þeirra má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×