Lífið

Óhapp aldarinnar: Rústaði tölvunni næstum því rétt fyrir jól

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpskokkurinn Maggi Mix lenti í óheppilegu atviki á dögunum þegar hann var við gerð á matreiðsluþætti sínum Gott og gómsætt.

Maggi ákvað að deila með áhorfendum sínum hvernig hann býr til dýrindis pastarétt með tómatsósu, sem kokkurinn sjálfur kallar kjeddara. Það fór ekki betur en svo að þegar Maggi ætlaði að sýna áhorfendum réttinn beint úr örbylgjuofninum rann pastað af disknum og beint á fartölvuna.

Þá voru góð ráð dýr og mátti Maggi engan tíma missa. Hann dreif sig í að þrífa hana en einu orðin sem hann kom upp voru einfaldlega: „Fokk, shit.“

Náði Maggi þó að þrífa tölvuna þó hann fengi enga hjálp enda sinnir hann mörgum hlutverkum í sjónvarpsþáttagerð sinni - er allt í senn leikstjóri, framleiðandi og aðalstjarnan. Óhappið fékk þó á okkar mann þar sem hann kallar myndbandið af atvikinu Óhapp aldarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×