Lífið

Kötturinn með tvö andlit er látinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Frægi kötturinn Frank og Louis, sem var oftast kallaður kötturinn með tvö andlit, er látinn, fimmtán ára að aldri.

Frank og Louis var með tvö nef, tvo munna, þrjú eyru og einn heila. Kisinn var af tegundinn Janus en kettir af þeirri tegund lifa sjaldnast mjög lengi. Frank og Louis komst í Heimsmetabók Guinness árið 2012 sem elsti Janus-kötturinn.

Eigandi kattarins, Martha Stevens, hefur sagt frá því að hún hafi ákveðið að eiga Frank og Louis eftir að komið var með hann til dýralæknis þegar hann var aðeins eins dags gamall. Þá átti að svæfa hann en Martha kenndi honum að borða og innan skamms varð hann heimsfrægur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×