Lífið

Leitar að ungri leikkonu í nýja stuttmynd

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Ása Helga leitar að ungri leikkonu fyrir stuttmynd sína.
Ása Helga leitar að ungri leikkonu fyrir stuttmynd sína. Vísir/Stefán
„Myndin gerist öll á einni nóttu og er svolítið svona dramatískt augnablik í lífi mæðgna í Reykjavík,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir handritshöfundur og leikstjóri.

Hún leitar nú að ungri leikkonu til þess að fara með eitt af aðalhlutverkum stuttmyndar sem tekin verður upp í janúar á næsta ári.

„Mig langaði að gera mynd sem væri hversdagsleg en í senn ævintýraleg og svolítið svona aftur í mína æsku þegar ég var á svipuðum aldri og dóttirin er,“ segir Ása þegar hún er spurð að því hvernig hugmyndin að stuttmyndinni hafi vaknað.

Myndin segir söguna af einni nótt í lífi mæðgnanna Maríönnu og Védísar sem flækist inn í dramtískt augnablik í lífi móður sinnar.

Laufey Elíasdóttir fer með hlutverk Maríönnu í myndinni en Ása leitar nú að ungri leikkonu á aldrinum átta til ellefu ára til þess að leika Védísi en reynsla af leiklist er ekki nauðsynleg.

Framleiðendur myndarinnar eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures en áhugasömum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið casting.vetur@gmail.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×