Lífið

Móðir Kelly Rowland látin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mæðgurnar á góðri stundu.
Mæðgurnar á góðri stundu.
Doris Rowland Garrison, móðir söngkonunnar Kelly Rowland, lést á þriðjudaginn, 66 ára að aldri. Kelly eignaðist sitt fyrsta barn, Titan Jewel Weatherspoon, þann 4. nóvember síðastliðinn og því hafa síðustu vikur verið stormasamar í lífi hennar.

Kelly segir í tilkynningu til Associated Press að móðir hennar hafi verið „ótrúleg sál sem hafi fært óteljandi fórnir.“

Ekki er ljóst hver dánarorsökin var en Doris lést i heimabæ sínum Atlanta. Kelly og eldri bróðir hennar, Orlando, voru alin upp af Doris eftir að foreldrar þeirra skildu árið 1988. Ári síðar flutti fjölskyldan frá Atlanta til Houston. Árið 1992, þegar Kelly var aðeins ellefu ára, var hún orðin meðlimur í stúlknasveitinni Girl‘s Tyme. Aðrar stúlkur í hljómsveitinni voru Beyoncé Knowles og LaTavia Roberson. Þessar þrjár skipuðu síðar hljómsveitina Destiny‘s Child.

Stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z, sem stödd eru á landinu, minntust Doris í gær enda tók hún stóran þátt í velgengni dóttur sinnar alla tíð. Beyoncé birti mynd af skýjuðum himni á Instagram á meðan Jay Z birti mynd af Doris og Kelly og skrifaði við hana: „RIP Doris Rowland Garrison“ eða „Hvíl í friði Doris Rowland Garrison.“

A photo posted by Beyoncé (@beyonce) on

RIP Doris Rowland Garrison

A photo posted by Jay Z (@officials_c_) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×