Lífið

Chris Rock í opinskáu viðtali

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Rock frumsýnir nýju myndina sína um helgina.
Rock frumsýnir nýju myndina sína um helgina.
Grínistinn Chris Rock, sem frumsýnir nýju myndina sína, Top Five, um helgina í Bandaríkjunum, er í opinskáu viðtali við tímaritið New York þar sem hann segir skoðun sína á ýmsu, eins og óeirðunum í Ferguson.

„Við vitum nú þegar hvernig svörtu fólki líður varðandi atburðina í Ferguson – það er hneykslað, í uppnámi, og líður eins og það hafi verið svikið af kerfinu. Ef ég væri fréttamaður í Ferguson myndi ég spyrja hvítt fólk spurningar sem engum dytti í hug, og þá myndum við vera með ótrúlegustu viðtöl allra tíma.“

Þá segist hann hafa óbeit á hugtakinu „racial progress“ eða „kynþáttarlegar framfarir“. „Þetta er bull. Hvítt fólk var klikkað einu sinni. Núna er það ekki jafn klikkað. Það að segja að svörtum hafi farið fram er eins og að segja að þeir hafi átt skilið það sem kom fyrir þá áður.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×