Lífið

Bolli stækkar risahúsið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bolli og Vladimir Davidovich Ashkenazy.
Bolli og Vladimir Davidovich Ashkenazy.
Kaupsýslumaðurinn Bolli Kristinsson, sem áður var kenndur við verslunina Sautján, hyggur á framkvæmdir í einbýlishúsi sínu í Bakkagerði 8.

Bolli vill fá leyfi til að steypa 13 fermetra viðbyggingu til að stækka eldhúsið. Við þessa breytingu yrði íbúðarhús Bolla, sem yfirleitt er kallað Ashkenazy-húsið eftir upprunalegum eigendum, alls 688 fermetrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×