Tekur yfir eignir Leigufélags Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Nýr framkvæmdastjóri Almenna Leigufélagsins. María Björk Einarsdóttir hefur tekið við stjórn Almenna leigufélagsins. Hún er með B.Sc.-gráðu í rekstrarhagfræði frá HR og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Fréttablaðið/Valli Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún. Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún.
Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00