Lífið

Mun aldrei skilja fólk sem hatar annað fólk

Unnsteinn Manuel Stefánsson
Unnsteinn Manuel Stefánsson Mynd/Saga Sig
1. Þegar ég var 12 ára sagði kennarinn minn á foreldrafundi að ég væri með þroska á við 15 ára ungling.



2. En núna er ég ennþá með þroska á við 15 ára ungling.



3. Ég mun eflaust aldrei skilja fólk sem hatar fólk *hóst* Framsókn í RVK *hóst*.



4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á neinu sem er ekki skemmtilegt.



5. Konur eru frábærar, þær fæða barn. Hvað gerir karlinn á meðan? Fær sér hamborgaratilboð?



6. Ég hef lært að maður á alls ekki að segja allt sem maður er að hugsa. Miklu frekar að syngja það.



7. Ég fæ samviskubit þegar ég þarf að skilja Lunu eftir eina.



8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég fer í mat til pabba. Þó að ég vilji horfa áfram, bara til að vera kúl.



9. Um þessar mundir er ég mjög upptekinn af Hæpinu.



10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af FabLab í Breiðholti. Google it!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×