Lífið

Held að einhver hafi logið að mér

Anna Gyða Sigurgísladóttir
Anna Gyða Sigurgísladóttir
1. Þegar ég var ung hélt ég að ef maður þefaði af bensínlykt á bensínstöðvum fengi maður unglingaveiki.

2.En núna er ég stór og held að einhver hafi logið að mér.

3.Ég mun eflaust aldrei skilja fólk fullkomlega. Djöfull erum við öll mismunandi og ólík.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á jarðarberjum.

5.Karlmenn eru margt og mikið. Konur eru margt og mikið. Allt er allt og allt. Æ, ég veit það ekki.

6. Ég hef lært að maður á alls ekki að reiða sig á eina sögu, hvort sem það er ein lítil persónuleg saga eða ein stór heimssaga. Ein saga gefur okkur mjög takmarkaða mynd af lífinu.

7. Ég fæ samviskubit þegar ég geri plön en gleymi þeim síðan. Gerist iðulega.

8.Ég slekk á sjónvarpinu þegar sjónvarpið sýnir hryllingsmyndir.

9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af Joan Didion. Las ,,The Year of Magical Thinking“ í síðustu viku og get ekki hætt að hugsa um hana.

10.Ég vildi óska þess að fleiri vissu af sjónvarpsþáttunum Parenthood. Væmnir gleði-drama-fjölskylduþættir sem láta mann grenja eftir hverja einustu senu. Gleði- og sorgartár. Með aðeins einum þætti næ ég að losa um allar tilfinningaflækjur innra með mér. Hamingjusama hjónabandið brotnar í sundur og ég græt. Mamman er pirruð út í dótturina fyrir að hafa aldrei samband við sig og ég græt. Afinn, sem er nýbúinn í hjartaaðgerð, stelst til að borða hamborgara og ég græt. Það er gott að gráta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×